Landsbankastjórnendur!

Langur vinnudagur að kveldi kominn. Var að detta heim rétt fyrir hálfátta og er ef satt skal segja kúguppgefin. Eftir venjulegan vinnutíma var sem sagt árlegur haustfundur með foreldrum skjólstæðinga minna. Að vanda skemmtilegur og fjörugur. Þegar börnin okkar breytast í unglinga verður ýmislegt léttara og auðveldara en annað kannske meira áhyggjuefni og erfiðara. Spurningar um útivistartíma, hversu vel má „treysta“, á að láta vita og þá hverja ef við sjáum unglingana okkar gera eitthvað sem við vitum að þeir eiga ekki að vera að gera, sem sagt berum við ábyrgð saman á börnum og unglingum? Það er mín skoðun að það sé skylda okkar sem borgarar þessa lands að láta okkur alla varða, líka börn og unglinga annarra. Væri kannske minna um unglingadrykkju og reykingar ef við létum okkur þessi mál varða, bæði áður en við eignumst sjálf unglinga og eftir?  Mín reynsla segir mér að þessi mál hvíla á foreldrum og þeir vilja ræða þau, vilja bæta úr og laga af því öll elskum við börnin okkar og viljum þeim það bestaHeart. Því er gott að gefa fólki tækifæri til að ræða saman og skiptast á skoðunum.

Þegar þriðjudagurinn er búinn finnst mér meiri partur vinnuvikunnar á enda runninn. Langir dagar hjá okkur í Síðuskóla og mikið fundað. Þegar þessari löngu fundartörn lýkur klukkan 17 eiga flestir kennarar eftir að undirbúa næsta dag. Ég á það eftir og vitið þið hvað, ég ætla bara að slaufa því í þetta skiptið. Á morgun verður sem sagt viðhöfð svokölluð blindkennsla, (reyndar bönnuð í Kennaraháskólanum fyrir 18 árum og ég vona að lærifeður mínir þaðan álpist ekki inn á síðuna) ég sem sagt veit hvað ég á að kenna á hverjum tíma en ekkert nánar útfært og guð og lukkan látin um hvernig til tekst. Ég verð flinkari og flinkari við þessa kennsluaðferð eftir því sem aldurinn og reynslan færist yfir skal ég segja ykkur.LoL Ákaflega ófaglegt, en skítt með kerfið, við lifum þetta af bæði ég og börnin og ég er viss um að þetta kemur ekkert í veg fyrir að einhverjir skjólstæðinganna verði bæði læknar og lögfræðingar og LandsbankastjórnendurKissing

 Of seint að óska ykkur góðs dags svo ég óska ykkur yndislegs kvölds í staðinn og vona að dagurinn hafi farið vel með ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég er alveg sammála þér varðandi unglingana okkar,það er jú okkar foreldaranna að gæta þeirra.Alveg eins og þegar þeir töldust börn,hvar sem þau skil eru nú,ég hef aldrei kveikt á þvíFyrir mér er þetta einfalt,ég vil koma börnunum þannig út í lífið að þau spjari sig.Að koma þeim til mannsSkítt með kerfið

Birna Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Komum þeim til manns og berum svolitla ábyrgð öll, ekki gefa skít í þau bara af því þau eru ekki „okkar“ Skítt með kerfið, líst vel á það

Sigríður Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Fannstu aldrei þessi skil? Aldeilis hissa, ég hef ekki hugmynd um hvar þau eru, ungi maðurinn minn er að verða 23ja ára og enn barn (eins gott að hann álpist ekki inn á síðuna)

Sigríður Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst "blindkennsla" flott ! Ég er viss um að þú ræður mjög vel við það kennsluform, þú ert svo hugmyndarík og óhuggulega skynsöm og úrræðagóð og ef ég hef ekki sagt það áður, þá ætla ég að segja það aftur : Þú ert alvöru kennari mín kæra frú SigríðurÞað kunna nefnilega ekki allir kennarar, listina að kenna !

Jónína Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk Ninna mín fyrir hrósið, er nú stundum í vafa um sjálfa mig sem kennara, en ég held að það sé líka hollt

Sigríður Jóhannsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:53

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er bara af hinu góða að efast um getuna annað slagið, heldur manni volgum eða á tánum (eða eitthvað sem átti að verða svakalega gáfulegt, en mistókst aðeins )... sem sé það verður bara til þess að við vöndum okkur enn meira

Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 21:11

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband