22.9.2008 | 19:51
Vinnuvikan hafin!
Já, hún gekk í garð með látum. Prófayfirferð, prófagerð, námsvísagerð, haustfundir og svo lengi mætti telja. Svei mér ef tími verður til nokkurs annars en að vinna næstu daga. Annar gekk allt ljómandi að vanda, blessaðir nemendurnir eru alltaf yndislegir og það er virkilega gaman að vera í samskiptum við þá. Væri alveg til í að kenna bara, ráða einhvern annan í þetta sem ég taldi upp hér fyrst. En lífið er ekki þannig að velja megi bara það sem er skemmtilegt og gott og auðvitað vinn ég þennan leiðinlegri hluta starfsins eins vel og ég get. Ég var að enda við að fara yfir eitt stykki próf, á annað eftir, auk sjálfsprófs, en ætla að geyma þau til morguns, enda klukkan að verða átta og vinnudagurinn að detta í 12 klukkustundir. Lái mér hver sem getur eða vill fyrir letina.
Gærdagurinn var indæll, Grenvíkingarnir mínir komu. Mamma var hjá okkur meðan Odda fór með börnin sín í bíó og komu þau eftir það í vöfflukaffi. Frábært alltaf að fá góða gesti.
Farið vel með ykkur, vonandi verður kvöldið notalegt og nætursvefninn vær!
Athugasemdir
Hmm sjálfspróf,hvernig hljóða spurningarnar þar
Birna Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 20:24
Tíhíí, þar reikna nemendur dæmi og mega nota bókina, meira að segja vísað í sýnidæmi, auðvelt ekki satt?
Sigríður Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:33
Auðvelt ? Jahérna hér mikil ósköp....
Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 21:30
Sigríður Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:32
Svona á þetta að vera
Birna Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 00:54
Það varst semsagt ekki þú sem sagðir að skólinn gæti verið svo skemmtilegur vinnustaður, ef það væru bara engir krakkar þar
Jónína Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 09:15
Góð
Birna Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 11:41
Tíhíí, ég gæti alveg hafa sagt þetta á einhverjum tímapunkti mín kæra, kannske svona klukkan tvö á daginn, er svo búin að gleyma því þegar kemur að því að fara yfir próf eða gera próf eða ............
Sigríður Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 19:35
Það er sko ógeðslega gaman að kenna, segi ég núna þar til klukkan 8 í fyrramálið
Sigríður Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 19:35
Þú stendur þig vel Sigga mín, hvort sem um er að ræða skemmtilega eða leiðinlega hluti starfsins.
- Ég gæti hafa sagt að leikskólinn væri frábær vinnustaður og eini gallinn væri foreldrarnir...... (þá hef ég örugglega verið mjööööög lúin).
En litlu skjólstæðingarnir mínir eru bara flottir og gefa lífinu gildi og það er gaman að vinna með þeim :)
Hóffa (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 20:37
Stóru, hálffullorðnu skjólstæðingarnir mínir eru líka flottir og langoftast frábært að vinna með þeim
Sigríður Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.