Veðurhamurinn!

Vinnuvikan alveg að renna sitt skeið. Bara verið gaman í vinnunni svona minnsta kosti flesta daga. Í dag fórum við til dæmis í Davíðshús og skoðuðum, það var gaman, alltaf gaman að gera eitthvað annað með nemendum en að sitja yfir skruddum þó stundum geti það líka verið skemmtilegt, allt eftir því hvað skal numiðSmile. Í Davíðshúsi eða utan við það sáum við svo ekki var um villst að veðrið var hrikalegt í fyrrinótt. Þá nótt svaf ég sko ekkert, en slíkt hefur aldrei komið fyrir mig fyrr það er að segja að ég gæti ekki sofið vegna veðurs, enda alin upp í hálfgerðu veðravíti (ekki misskilja, stundum er veðrið líka yndislegt á Grenó). En aftur að Davíðshúsi, þar lá skal ég segja ykkur stærðar ösp á hliðinni og rætur upp úr, bolurinn heill en tréð hafði rifnað upp með rótum í látunum. Rætur á öspum eru engin smá smíði hef þurft að fjarlægja þær nokkrar af lóðinni, að taka trén er ekkert mál hjá því að ná rótinni. Hér fuku sem betur fer engin tré upp með rótum, en ég var á þönum eftir garðhúsgögnum eftir klukkan 0202 umrædda nótt. Ég er nebblega svo klár að ég batt hitarann og grillið, en lét plasthúsgögn bara veraWhistling, útlit fyrir að fólkið á heimilinu falli ekkert um vitiðTounge, en ekkert skemmdist, nema jú rósin mín fallega, hún stendur nú bæði blað og blómlaus úti í beðiFrown.

Haustlaukarnir eru komnir í hús og líklega mun hluti af helginni fara í að moldvarpast, það er nú bara gaman. Hef síðustu ár pantað mér lauka gegnum Sigga samstarfsmann minn og finnst mér það mjög skemmtilegt. Allra handanna torkennileg blóm skjóta upp kollinum hjá okkur sum árin. Meðal annars svartir túlipanar, sem Pétur Þór vinur minn reif upp með laukum af því honum þótti þetta ljót blómWink. Sum árin koma þó blómin á óvart. Í vor voru þau öll bleikleit og út í ljósfjólublátt, hins vegar pantaði ég lauka í öllum litum regnbogans. Það gerði ég líka þetta haustið og verður gaman að sjá komandi vor hver afraksturinn verðurTounge

Annað kvöld ætla ég svo að djamma pínu með samstarfsfólki, bara oggopínulítiðWhistling. Farið vel með ykkur elskurnar og passið ykkur á bílunum, þeir eru sko stórhættulegir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já það gat sko líka verið yndislegt veður norðan hnífaparaÉg ætla líka að skella mér á vorlauka, en er að hugsa um að fara á bak við Sigga samstarfsmann og stjórna litunum alfarið sjálfSvartir túlipanar eru sniðugt fyrirbæriGóða skemmtun annaðkvöld, ég ætla alveg örugglega að vera oggopínulítið bara heima hjá mér... eins og alltaf

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Mér finnst nú oggopínulítið gott að vera heima líka, en hitt er ágætt stöku sinnum

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Um að gera að skella sér á lífið,ég verð samt heima,enda lasin kona.Fer þó aðeins út í kvöld(ákveðasigkona)bara í tvo tíma

Birna Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 16:02

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hrikalegt að þú, orðin svona sæt og harmonerandi, farir ekki út á lífið, bót í máli að fara aðeins út. Ég verð þó að segja að nennan er ekki mikil, væri sko til í að liggja bara fyrir framan imbann, horfa á bee eitthvað á skjá einum og svonna, eða útsvar á gufunni. Rosalegt þegar maður er til í að sleppa djammi og vera bara heima og horfa á gufuna, öðruvísi mér áður brá

Sigríður Jóhannsdóttir, 19.9.2008 kl. 16:51

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Held að þetta sé bara þroski

Birna Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 17:39

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín þarf að fara að nota F-orðið um þig ? Fullorðin

Jónína Dúadóttir, 19.9.2008 kl. 18:32

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já og ekki nóg með það nokkur ár síðan

Sigríður Jóhannsdóttir, 19.9.2008 kl. 19:50

9 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Líst alltaf rosalega vel á þetta orð Birna, þroski

Sigríður Jóhannsdóttir, 19.9.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband