14.9.2008 | 11:44
Svefninn, besti læknirinn!
Veikindaskrattinn er að fara úr mér, auðvitað, er aldrei veik sem betur fer. Hef samt ábyggilega litið skelfilega út í gær þar sem sonurinn, já meira að segja sonurinn hafði það á orði í gær en þau rúm tuttugu og tvö ár sem ég hef búið með honum man ég aldrei eftir slíkum athugasemdum, hvorki jákvæðum né neikvæðum. Ég tæklaði veikindin með miklum svefni og óhóflegu verkjatöfluáti, svona á sko að gera þetta. Náði þó að horfa á Utd tapa fyrir Liverpool og keyra fjóra hressa unga menn inn að Þverá. Þar voru sko Bubbz og þrír samstarfsfélagar að fara á golfmót ásamt öðrum vinnufélögum. Held reyndar að kannske hafi þeir ekki endilega verið að keppa í golfi heldur einhverju öðru.
Veðrið var indælt í gær, 17-18 stiga hiti og sólarverma, það sá ég milli þess sem ég svaf og bruddi. Núna er rok en þokkalega hlýtt þannig að kannske fer ég bara út á eftir og smelli mér einn illgresishring í garðinum mínum, já bara svona til að geta sagst hafa gert eitthvað annað en sofa þessa helgina.
Valur minn eyðir flestum frídögum niðri í bílskúr. Þar er hann að dytta að gömlu fákunum okkar, þetta gamla þarf alltaf mikinn tíma og athygli, ég hlakka til að verða gömul. Hafið það gott í dag elskurnar og farið vel með ykkur!
Athugasemdir
Gott að þú náðir þessu úr þér
Birna Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 14:21
Takk
Sigríður Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 14:25
Sigga mín, láttu arfann í friði og leyfðu veikindaskrattanum að fara alveg Ekki ætlarðu að gefa húsbóndahollustuna svona algerlega upp á bátinn og vera veik á virkum degi ?
Jónína Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 15:22
Ég er ekkert að vesenast í arfanum, fékk hausverk við tilhugsunina
Sigríður Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:22
Skil þig ég má ekki hugsa um hausverk,þá sprettur upp arfi,ööö erða öfugt
Birna Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 19:40
Jónína Dúadóttir, 15.9.2008 kl. 07:00
Sælar vildi bara kvitta...! kíki oft á síðuna en er ekki mjög dugleg að kvitta skal bæta fyrir það :)
Kv úr Hfj
Rut (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:18
Hæ, Rut mín, gaman að heyra að þú lítur inn, allt í lagi þó fólk kvitti ekki en það er alltaf gaman líka. Ég er líka sek þegar kemur að síðu stráksins, lít oftast daglega en kvitta ekki í hvert sinn enda sérðu það
Sigríður Jóhannsdóttir, 15.9.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.