13.9.2008 | 11:29
Guðs vilji!
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort eitthvað sé í kollinum á bandarískum stjórnmálamönnum og hef komist að niðurstöðu sem er þeim ekki í hag. Nýjasta rósin í því hnappagati verður kannske varaforseti þessa ágæt lands, Sarah Palin. Hún ku vera afar trúuð, sem er auðvitað gott, ef hún eins og svo margir kollegar hennar, teldi sig ekki sérlegan talsmann þess máttar. Ég var inn á Youtube í gærkveldi og henti nafninu hennar í leit að gamni mínu og fékk fullt af niðurstöðum. Konan er á myndböndum þessum að halda ræður, eðlilega, það er nú það sem stjórnmálamenn gera. Hún telur sig sérlegan talsmann guðs, eða er inni í öllu því sem hann vill. Íraksstríðið er vilji guðs (War in Iraq is "God's Plan"), olíuleiðsla til Alaska er vilji guðs (Alaskan Pipeline is "God's Will") svo dæmi séu nefnd. Ég verð nú að segja að ekkert er með þennan guð að gera ef hann er upptekinn af því að sjá til þess að fólk sé drepið og að einhverjar leiðslur komi einhvers staðar. Ekki skrýtið þó hann hafi ekki tíma til að sinna ómerkilegum þáttum eins og fólki sem þjáist vegna stríðsbrölts, fólki sem sveltur og fólki sem er heimilislaust svo eitthvað sé nefnt.
Annars er ég bara veik, kvefuð og með höfuðverk, dettur ekki í hug að kenna guði um það, verð ábyggilega góð á mánudag og kenni guði, nei þakka, heldur ekki um/fyrir það! Farið vel með ykkur í dag, ég neyðist til þess, verð líklega bara hérna heima, ætlaði sko út á Grenivík, en það verður að bíða
Áfram Utd!
Athugasemdir
Það er hægt að gera allan andsk.....í guðs nafni
Birna Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 12:51
Satt er það og Bandaríkjamenn eru snillingar í því
Sigríður Jóhannsdóttir, 13.9.2008 kl. 13:22
Láttu þér batna elskuleg... í Guðs nafniSammála þér með Palin, mér líst ekkert á þetta
Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 15:30
Takk fyrir Ninna mín, mér batnar, í guðs nafni eður ei
Sigríður Jóhannsdóttir, 13.9.2008 kl. 15:44
Góðan dag heillin mín, vona þér sé farið að líða betur
Jónína Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 07:59
Er Eyjólfur ekkert að hressast
Birna Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 09:47
Eyjólfur er eins og nýsleginn núna. Er búin að sofa og sofa og bryðja verkjatöflur í massavís. Fer auðvitað í vinnu á morgun
Takk fyrir umhyggjuna kæru systur
Sigríður Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:12
Sjálfþakkað mín kæra
Jónína Dúadóttir, 14.9.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.