Er ég nokkuð að verða veik?

Mikið obboðslega finnst mér gott að komast í frí. Ég er búin að hanga í vinnunni á hálfum tanki og varla það þennan daginn. Vaknaði með hausverk dauðans en fór samt í vinnu, hvað annað. Var sannfærð um að þetta væri ekkert sem ein eða tvær íbúfen gæti ekki lagað, en helvískur magnaðist baraAngry. Ég hékk og lauk kennslu, veit reyndar ekkert hvort nokkuð af viti kom frá mérWink, en fór heim að ganga þrjú. Lagði mig og sofnaði smá og viti menn, vaknaði eins og nýsleginn túskildingurSmile. Þá tók við undirbúningur fyrir mánudag, átti hann allan eftir, eðlilega þar sem ekkert slíkt gerist í svefni, bara að svo væriTounge.

Rósin rjóð!Tók mér pásu, skrapp út og smellti einni mynd af rósinni minni sem er núna í óða önn við að springa út, ætlar held ég að hafa það þar sem hlýtt er í veðri, þarf að haldast þannig í nokkra daga enn,  þá get ég klippt hana og sett í vasa hér inni. Set hér mynd af til að skreyta aðeins síðuna. Vona svo að helgin fari vel með ykkur elskurnar mínar!Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Vá hvað hún er flott rósin.Svo er bara að hvíla sig vel um helgina,ég ætla amk að sofa þangað til ég vakna

Birna Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Engin hætta á öðru en ég hvíli mig vel. En þetta er nú meiri andskotans húsbóndahollustan að vera veik um helgi. Rósin er æðisleg!

Sigríður Jóhannsdóttir, 12.9.2008 kl. 20:00

3 identicon

Rósir eru æðislegar og að eiga sjálfur rós í eigin garði er magnað
Mér finnst líka frábært hjá þér að nota helgina fyrir veikindi
Þetta kallar maður einmitt húsbóndahollustu!

Hóffa (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Magnaðar þessar yndislegu rósir. Já, síðustu ár hefur húsbóndahollustan ágerst hjá mér, er reyndar sjaldan veik sem betur fer og nýti oft helgarnar

Sigríður Jóhannsdóttir, 13.9.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband