10.9.2008 | 21:20
Tungan okkar!
Fátt fer nú jafnmikið í taugarnar á mér og bull í fjölmiðlum. Maðurinn er með stillt á Útvarp sögu í tölvunni og var þar á bæ rétt í þessu verið að lesa auglýsingar. Auglýst var lyf við liðverkjum í Noregi og Svíþjóð!
Ég sleppi nú heimsókn til þessara tveggja landa ef það er ávísun á liðverki, jafnvel þó þar sé hægt að fá hreint frábært lyf við þeim
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 05:49
Birna Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 07:08
Sælar systur, gaman að sjá ykkur saman hér en myndirnar líklega teknar á mismunandi aldri. Þið sem eigið tengsl til Svíþjóðar, hafið þið fengið liðverki þar?
Sigríður Jóhannsdóttir, 11.9.2008 kl. 17:05
Nei nei við erum á mjög svipuðum aldri á þessum myndum, Birna aðeins eldri ef eitthvað erSænska liðverki... ja svei mér þá ef ekki bara eitthvað svoleiðis... telst það ekki annars með að fá verki í fæturna eftir að labba 18 kílómetra í Gautaborg, á einum degi í sól og 30 stiga hita ?
Jónína Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 23:24
Eins og sést á myndunum er ég þessi feimna-tilbaka týpa,en Ninna ekkiOg ég hef örugglega fengið liðverki af öllum Svíþjóðar heimsóknunum.Er bara að átta mig á því núna
Birna Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 08:13
Og það er alltaf hægt að falsa myndir
Jónína Dúadóttir, 12.9.2008 kl. 08:37
Þið eruð ótrúlega flottar systur
Sigríður Jóhannsdóttir, 12.9.2008 kl. 18:49
Þakka þér fyrir elsku dúllan mín, þú ert nú ekki sem verst sjálf
Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.