Að klukka eða ekki klukka?

Vinkona mín hún Ninna klukkaði mig. Þegar ég var lítil þurfti maður að hlaupa og hlaupa á eftir hinum krökkunum og reyna að ná þeim og klukka. Þar sem ég er ekki hlaupalega vaxin var ég sem sagt oft á hlaupum eftir öðrum krökkum og óttaðist að núna þyrfti ég að rifja upp hlaupakunnáttuna eftir nokkurra áratuga hlé. Sem betur fer er nú ekki svo, heldur þarf ég að svar nokkrum laufléttum spurningum og klukka svo einhverja fjóra. Það gæti reyndar orðið erfitt þar sem ég á svo fáa bloggviniTounge. En ekki til setunnar boðið eða á ég að segja að nú sé til setunnar boðið þar sem ég sit við tölvuna? Hefst þá lesturinn:

4 störf sem ég hef unnið um ævina:

Kaldbakur hf.

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (nokkrir mismunandi vinnustaðir innan þess vinnustaðar)

Grenivíkurskóli

Síðuskóli

4 bíómyndir sem ég held uppá:

Æi, nú vandast málið. Ég man yfirleitt ekki nöfn á bíómyndum og það sem verra er að ég get horft aftur og aftur á sömu myndina og man ekki að ég er búin að sjá hana. Því held ég að ég verði að segja passJoyful

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Pass

4 staðir sem ég hef búið á:

Grenivík

Akureyri

Kópavogur

Reykjavík

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Mallorca

Noregur

Danmörk

England

4 bækur sem ég hef lesið oft:

Les sjaldan sömu bókina aftur og aldrei ótilneydd en...

Sjálfstætt fólk (kannske ekki oft en alla vega tvisvar, var í skóla)

Salka Valka (heldur ekki oft en alla vega einu og hálfu sinni, var líka í skólaGrin)

Gísla saga Súrssonar (Hef bara stundum þurft vegna vinnunnarTounge)

Hrafnkels saga Freysgoða (Vinna líka hérna)

4 síður sem ég heimsæki daglega, fyrir utan bloggsíður: Þetta er nú lítið mál, ég heimsæki daglega margar margar síður.

http://www.mbl.is/mm/frettir/

http://siduskoli.is/

http://www.namsgagnastofnun.is/

http://www.visindavefur.hi.is/

4 uppáhaldsréttirnir mínir:

Soðin ýsa með nýuppteknum rauðum íslenskum

Lambalæri að hætti mömmu

Hjörtu og lifur að hætti mömmu

Gúllassúpa að eigin hætti

Skrýtið að ég skuli ekki horfalla þar sem mamma er löngu hætt að elda

4 staðir sem ég vildi vera á núna:

Á Laugardalsvelli

og svo er ég á hinum staðnum eða heima hjá mérWink

4 bloggarar sem ég klukka núna: 

Og nú vandast málið. Hverja á ég að klukka?

Hóffa mín, þú færð þann heiður að vera klukkuð fyrst hér, hef held ég aldrei áður getað klukkað þigLoL

Sólveig Kristín frænka mín, held að hún bloggi stundum, á alla vega síðu.

Steinunn Helga frænka mín

Sebastína og Gabríela, eru reyndar hundar en það er bara talað um bloggara ekki bloggaramenn eða konur svo ég hlýt að mega klukka bloggarahundaTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór strax mörg ár aftur í tímann þegar ég las orðið " klukk " :) Ég man vel eftir þessum leik og var hann oft leikinn á kvöldin í hverfinu mínu. En auðvitað eiga allir að klukka bloggarahunda! 

kær kv,

Þröstur

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að þessu og auðvitað eiga hundarnir að vera með

Jónína Dúadóttir, 10.9.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Alltaf gaman að detta aftur í tímann og auðvitað eiga allir hundar að fá að vera með. Gaman að sjá hvaða sjónvarpsþáttur er í uppáhaldi hjá Sebastían og hvaða bók Gabríella hefur lesið oft. Bloggarahundar eru frábærir!

Sigríður Jóhannsdóttir, 10.9.2008 kl. 21:22

4 identicon

Ó, já, þú klukkaðir mig :) þó það hafi tekið tvo daga....
Alltaf gaman að þessum leik og ég fór líka í smá fortíðarheimsókn. Ég man sérstaklega hvað við vorum dugleg að leika okkur í þá daga.
kveðja, hh

Hóffa (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 19:54

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Við vorum alltaf að leika okkur, alltaf úti, í yfir, yfir gömlu búðina, í slagbolta upp á túni, með vasaljós upp á túni að stríða Túrra og ekki síst í fótbolta á lóðinni hennar mömmu. Þetta voru sko skemmtilegir tímar og ekkert slæmt að alast upp norðan hnífapara, svo maður vitni í Birnu bloggvinkonu

Sigríður Jóhannsdóttir, 13.9.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband