Er alveg snarlifandi!

Helgin fór að vanda vel með okkur heimilisfólkið og reyndar kettina líka. Á föstudagskvöldið litu vinkonur mínar þær Helga og Sigrún á pallinn til mín. Við sátum góða stund og spjölluðum um daginn og veginn. Sigga Indriða rétt leit við til að fá sér kaffisopa en hún kom að sunnan til að vera á réttum í Grýtubakkahreppi. Ég fór ekki, en verð að fara að koma mér í heimsókn heim, ég sakna Grenivíkur og enn meira sakna ég fólksins míns, en það hef ég ekki séð lengiWoundering´. Úr því verð ég að bæta um næstu helgi. Á sunnudag hringdi svo Steinunn Helga til mín og vildi endilega fá mig á blakleik. Ég hafði ekki hugmynd um að Norðurlandamót í blaki U-19 var haldið í KA heimilinu en Steinka er í því liði. Ég auðvitað dreif mig og sá þær vinna Norðmenn 3-2 og ná með því bronsinuWizard. Verð að segja að ég var búin að gleyma hversu gaman er að horfa á blakJoyful. Steinka stóð sig auðvitað með sóma, flott stelpa hún litla frænka!Heart

 Gekk og gekk í dag, það var nefnilega umhverfisdagur í vinnunni og held ég hafi fengið of stóran skammt af súrefni, er eitthvað svo syfjuðWhistling. Fer snemma að sofa í kveld. Farið vel með ykkur elskurnar mínar og vona ég að vinnuvikan reynist ykkur létt og góðGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Duglegar stelpurnarjá elsku Sigga mín það er ábyggilega alveg hægt að fá of stóran skammt af súrefni, allt er sko best í hófi

Eigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 06:11

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Súrefnið er best í réttum skömmtum. Vonandi hefur vinnudagurinn farið vel með þig Ninna mín það er að segja ef honum er lokið og ef ekki þá vonandi fer hann vel með þig

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:50

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mínum vinnudegi lauk núna klukkan 9 í kvöldOg hann var bara fínn þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 9.9.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn frú Sigríður, ég klukka þig ! Veit ekki af hverju þetta er kallað þessu nafni en kíktu á síðuna mína og þá sérðu hvað ég er að meina

Jónína Dúadóttir, 10.9.2008 kl. 07:35

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Jáhá, ég kíki og gott kvöld, lít alltaf frekar seint inn á heimasíðurnar að minnsta kosti í miðri viku

Sigríður Jóhannsdóttir, 10.9.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband