5.9.2008 | 20:57
Enn...
...og aftur er komin helgi, notalegt eins og alltaf. Þessi vika hefur verið svolítið erfið. Ég haltraði fram eftir henni, fann svo til í hnénu, en það skánaði um hana miðja. Slappleiki einhvers konar tók þá við og honum fylgdi alzheimer light með ótrúlegri gleymsku og rugli, mér meira að segja datt í alvöru í hug að sá skæði sjúkdómur væri að byrja, en líklega væri ég ekkert meðvituð um það ef það er raunin, enda er ég betri núna. Að öðru leyti hefur allt gengið sinn vanagang, við hjónin fengum reyndar brúðargjöf á þriðjudag. Elskulegir vinnufélagar mínir færðu okkur svona líka flotta olíulampa til að hafa á pallinum okkar fína. Ljósið af þeim er svo yndislegt í húminu að það liggur við að ég taki niður rafmagnsljósin, eldur er svo miklu rómantískari. Hins vegar þarf auðvitað að vakta hann betur en rafmagnið svo það má alveg hafa þetta í bland, stundum kveikt á hvoru tveggja, stundum njóta eldanna og stundum tækninnar.
Ég á svo von á því að Sigrún og Helga, vinkonur mínar líti til mín þegar líður á kvöldið, við ætlum sko að njóta haustblíðunnar, sitja úti og spjalla. Á morgun ætlum við Valur í golf, líklega með seinustu svoleiðis ferðum þetta árið. Njótið helgarinnar elskurnar mínar, það ætla ég svo sannarlega að gera. Þar til síðar, yfir og út!
Athugasemdir
Alsheimer light er ekki svo slæmt, ég finn stundum fyrir afbrigði af Alsheimer mediumHafðu það sem allra best um helgina mín kæra
Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 22:57
Er aðeins hræddum að kannske hafi þetta jafnvel verið medíum og jafnvel meira, en hvað get ég svosem sagt um það. Bara njóta tilverunnar og hætt að pæla í alzheimer þetta eða hitt, alla vega orðin þokkaleg núna. Hafðu það sömuleiðist gott heillin mín!
Sigríður Jóhannsdóttir, 6.9.2008 kl. 00:40
bara svo þú skiljir...
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/11/fosturfadir_grunadur_um_kynferdisbrot/
og
http://www.visir.is/article/20080711/FRETTIR01/500734081/-1/FRETTIR
Ekkert nafn...! (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.