Notalegheit!

Við höfum notið helgarinnar út í ystu æsar. Á föstudagskvöldið djammaði ég aðeins með samkennurum mínum, nauðsynlegt að gera eitthvað annað en vinna með því góða fólki. Ég var nú samt ekkert frameftir nóttu á því djammi, enda varð ég að vera hress og kát á laugardagkvöldi. Tilefni þess djamms er nefnilega fimmtugsafmæli Gunnhildar vinkonu minna sem býr á GrenivíkWizard. Við Valur vorum komin til hennar um sexleytið í gærkveldi. Þar var auðvitað húsfyllir enda Gunnhildur góð heim að sækja. Hitti ég þar marga af æskuvinum mínum, suma þeirra hef ég ekki séð lengi, í áratugi held ég að óhætt sé að segja. Virkilega ánægjuleg kvöldstund.  Við komum ekki heim fyrr en að ganga eitt í nótt en skelltum okkur í pottinn þrátt fyrir það ásamt Tönyu og Dodda. Það er fátt betra en að fara í heitan og góðan pott í húminu, við kertaljós og slaka vel á. Skríða svo í yndislegt rúmið sitt og sofa eins og engill fram á næsta dagSleeping, þannig á sko lífið að vera, þess á að njóta og það höfum við hjónin svo sannarlega gert þessa helgina.

Í dag er svo afmælisveisla hjá Ágústi Má litla frænda. Hann verður samt ekki fimm fyrr en 2. september en þar sem reiknað er með að hann fari í aðgerð í vikunni, þar sem fjarlægja á teina úr fæti hans, heldur hann upp á það í dag.Wizard

Hafið það gott í dag kæru vinir nær og fjær og farið varlega í umferðinniWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært, svona á lífið að veraHamingjuóskir með bróður og lítinn frænda og svo vona ég að vikan framundan verði sú besta hingað til 

Jónína Dúadóttir, 1.9.2008 kl. 07:35

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk fyrir góðar óskir mín kæra og sömuleiðis

Sigríður Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn Sigga mín, gangi þér vel að tjónka við æskuna okkar í dag og eigðu góða helgi

Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 07:30

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég verð að segja gott kvöld heillin mín og takk fyrir góðar óskir, vel gekk með æsku landsins í dag eins og flesta aðra daga. Það eru nefnilega ekki til nema bara góð börn, maðurinn er sko í eðli sínu góður, umhverfið og uppeldið getur hins vegar breytt því. Ég vona að helgin fari vel með þig ljúfan mín og gaman væri nú að fá ykkur í heimsókn einhvern tímann

Sigríður Jóhannsdóttir, 5.9.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband