Þriðjudagur var það heillin!

Þessa dagana er lítið annað gert en að vinna, éta og sofaWink . Reyndar fórum við fjórir starfsmenn úr Síðuskóla í dag upp á Jaðarsvöll og kepptum í golfi við kollega okkar úr Glerárskóla. Það var mjög gaman þó ég hafi nú verið með þeim lakari í íþróttinni en það kom ekki svo að sök þar sem keppt var í Texas schramble, en þá spila tveir saman og það er alltaf lengra höggið sem gildirTounge . Við Maggi Jónatans vorum saman og hann er góður karlinn. Hins vegar töpuðum við með fjórum höggum, enda golfkennari í hinu liðinu, en Bibbi og Palli tóku hitt parið með sjö höggum og vann því Síðuskóli með þremurWizard . Þetta var virkilega gaman. Ég hef aldrei spilað á svona flottum velli og var þetta því mikil upplifun, auk þess sem ég fékk far í golfbíl í fyrsta skipti á ævinniWink . Ég velti því nú fyrir mér hvort hollustan er ekki að mestu fyrir bí þegar ekki er einu sinni gengið á eftir kúlunni, en Maggi er mjög slæmur í mjöðminni og getur ekki gengið þetta og bévítans bíllinn fer hraðar en ég gangandi svo ég hafði ekki mikið valKissing . Á morgun er svo kennsludagur númer tvö á þessu skólaári, sá fyrsti var bæði ruglingslegur og erfiður, einhvern veginn fór mitt góða skipulag fyrir ofan garð og neðan, hvernig sem á því stendur. Reyndar veit ég nokkurn veginn hvernig á því stendur og því kippt í liðinn, svona er bara lífið ekki getur það alltaf verið létt og fullkomiðErrm . Vikan bráðum hálfnuð, tíminn fljótur að líða. Nú er ég þreytt og ætla að fara að sofa, góða nótt vinir mínir nær og fjær!Sleeping

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða nótt Sigga mín, dreymi þig eitthvað dásamlegt svo þú vaknir úthvíld og endurnærð í fyrramálið

Jónína Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk Ninna mín, þessar góðu óskir gáfu mér ábyggilega endurnærandi svefn

Sigríður Jóhannsdóttir, 27.8.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband