Ekki rættist draumurinn!

Ekki urðum við Ólympíumeistarar í handknattleik karla eins og ég hélt. Ég var ef satt skal segja alveg viss, en svona er þetta bara, við fengum þó silfrið og það má alveg sætta sig við það, við eigum næstbesta lið í heimiWizard.

Helgin fljót að líða. Á föstudagskvöldið komu Sigrún, Siggi og Björk, samkennarar mínir hingað og við spjölluðum góða stund, fyrst inni, svo úti á palli, þegar stytti upp og svo aftur inni af því uppstyttan hélst ekki lengiWink. Við sváfum frameftir á laugardagmorgun og upp úr hádegi renndi ég austur í Fornhóla, tók þar Sigrúnu og saman fórum við í heimsókn til Hafdísar og Hörpu austur í Halldórsstaði. Við fengum gott kaffi, fyrir rest var það gottSmile og með því auðvitað, þannig er það alltaf þegar maður heimsækir Hafdísi. Við stoppuðum góða stund en heim var ég komin rétt um kvöldmat sem Valur sá um að þessu sinni og gerði það með sómaJoyful. Doddi og Tanya litu í gærkveldi og eftir að þau fóru skelltum við hjónin okkur í pottinn. Það er yndislegt að liggja í honum í myrkrinu og horfa upp í stjörnubjartan himininn. Við skriðum ekki inn í rúm fyrr en að verða tvö í nótt og vorum auðvitað vöknum upp úr sjö, öll á heimilinu, ákveðin í að sjá Íslendinga landa gullinu á leikunum fyrrnefndu, en við vorum ekki á vellinum og því fór sem fórWhistling.

Vinnuvikan framundan, löng og ströng, en hún líður samt ábyggilega hratt, þannig er það þegar gaman er í vinnunniJoyful. Þar til síðar, yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábær árangur samt

Jónína Dúadóttir, 24.8.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Svo sannarlega

Sigríður Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 07:19

3 identicon

Auðvitað hefði það verið ómetanlegt að vinna gullið en að fá silfrið er frábær árangur
Flottir þessir strákar og við getum verið stolt af þeim.
Það er líka ómetanlegt að hafa gaman í vinnunni. Þekki þá tilfinningu og hún er góð

Hóffa (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 19:51

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þið eruð flottar báðar tværMér finnst líka gaman í vinnunni minni... að mig minnir, ég hef ekki verið þar svo lengi

Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 20:05

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hóffa mín, það er svo sannarlega ómetnalegt það sem strákarnir gerðu og svo sannalega ómetnalegt að hafa gaman í vinnunni og veistu á morgun verður enn skemmtilegra en þá hefst kennslan og þá fyrst hefjast samskiptin við rúmlega hundrað frábæra unglinga, sem mér finnst gera starfið svo eftirsóknarvert. Það eru forréttindi að njóta starfs síns og hlakka raunar til hvers dags, þó það sé svo frábært að fá fríin um helgar

Ninna mín, það rifjast fljótt upp, störf okkar allra snúast um mannleg samskipti og þau eru skemmtileg

Sigríður Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband