Grenivíkurgleði og góðir gestir!

Ég var búin að gera langa ritgerð hér á bloggið en gerði svo einhvern andsk... svo að allt hvarf eins og dögg fyrir sólu eða maturinn af diski mínumWink , heldur fúlt þegar maður gerir eitthvað sem veldur þessu. Hins vegar var ég nú bara að segja vinum og ættingjum aðeins frá síðustu helgi. Hún var góð skal ég segja ykkur. Á föstudagskvöldið fylltist pallurinn okkar og potturinn af góðum gestum. Systkini Vals komu hér öll með tölu í spjall og notlegheit. Laugardaginn tókum við rólega en fórum um kvöldið á Grenivíkurgleði sem er árlegur viðburður hjá íbúum Grýtubakkahrepps. Mikil fjölskylduskemmtun sem á rætur að rekja til svokallaðs götugrills. Þá flykktust íbúar hverrar götu fyrir sig (þær eru sko heilar þrjárErrm ) út á götu (lokuðu þeim án leyfis enda ekki mikil umferð) með grill, húsgögn og góða skapið. Farið var í leiki við börnin og eftir að þau voru farin inn að sofa skemmti fullorðna fólkið sér mismunandi langt fram eftir nóttu við söng og spjall.Smile  Fyrir nokkrum árum tóku ungir eldhugar það að sér að halda utan um þessa skemmtun, allir koma saman á tjaldstæðinu með húsgögn, grill og góða skapið og njóta lífsins. Gleði þessari hefur vaxið fiskur um hrygg, nú hefst hún á föstudagskvöldi og lýkur seint á aðfaranótt sunnudags, svona allt eftir því hversu lengi hinir fullorðnu endast eftir að búið er að koma ungviðinu í svefnJoyful . Leiktæki eru á staðnum fyrir krakkana, trúbadorar syngja fyrir alla aldurshópa, útidansleikur er fyrir alla aldurshópa, Gunni og Felix hafa síðustu tvö ár komið og skemmt öllum aldurshópum og svo mætti lengi teljaW00t . Sem sagt mikið stuð. Við vorum reyndar bara borðhaldið á staðnum, heyrðum aðeins í trúbadornum og Gunna og Felixi auk þess sem barnaballið var nógu snemma fyrir okkurTounge . Heim vorum við komin að ganga tólf og ég sofnaði í sófanum um leið og ég lagðist í hann, held ég bara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kannast líka við að gera stundum svona einhvern andsk...Flott framtak hjá Grenvíkingum og mér finnst líka flott að það skuli ekki vera nefnt Grenivíkur"dagar", það er að verða jafnflatt og ofnotað eins og "Group" var á tímabili

Jónína Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 07:10

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Þessi andsk.... er að gera mig fráhverfa bloggi. Sammála með nafngiftir, enga daga eins og alls staðar annars staðar á landinu, takk fyrir og þaðan af síður útlensku eins og group, eins og íslenskan sé ekki fullboðleg. Ástkæra, ylhýra hentar best á Íslandi svo mikið er víst

Sigríður Jóhannsdóttir, 20.8.2008 kl. 21:25

3 identicon

Ég var líka aðeins með í Grenivíkurgrillinu en kom bara eftir mesta átið. Því miður sá ég þig ekki enda margir á tjaldstæðinu en gleðin var sannarlega við völd.
Algjörlega frábær skemmtun og allir taka þátt í einhverri mynd.
Hafðu það gott góða mín og við sjáumst áður en langt um líður  

Hóffa (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 07:49

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn mín kæra

Jónína Dúadóttir, 21.8.2008 kl. 08:11

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Leitt að hafa ekki hitt þig Hóffa mín, en við sjáumst vonandi sem fyrst.

Góðan daginn Ninna mín, þó seint sé

Sigríður Jóhannsdóttir, 21.8.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband