Ég væri sko flutt....

....ef ég væri Reykvíkingur. Hef auðvitað eins og flestir landsmenn reynt að fylgjast með borgarstjórnarmálunum, nær væri að segja ómálum, núna síðustu daga. Mér finnst eins og pólitíkusarnir þar haldi að þeir séu staddir í einhverjum farsa og megi gera hvað sem er bara af því þeir geta það. Farsinn virðist snúast um að slá eitthvert heimsmet. „Við ætlum að vera stjórnmálamennirnir sem komu flestum mönnum og konum á borgarstjóralaun“FootinMouth.! Ótrúlega sorglegt að tvö ár af kjörtímabilinu hafi bara farið í vitleysuWoundering. Ég er alveg viss um að ég fengi ekki að eyða tveimur árum af mínum vinnutíma í ekki neitt, yrði að sjálfsögðu rekin með skömm. Fjórir borgarstjórar á launum, margt væri nú hægt að gera fyrir minnaAngry.  Flestir reka heimili sín fyrir miklu, miklu minna. En þennan leik geta menn greinilega leikið og í leiðinni skrumskælt lýðræðið, í raun fótum troðið þaðDevil. Ég er bara fegin að búa úti á landi, þó ekki sé maður alltaf ánægður með það sem gert er, eða á maður að segja ekki gert, þarWhistling.

Ég fæ að sitja hér heima í rólegheitunum fram undir 10 í dag en þá tekur við fræðslufundur um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi, hlakka til að fá fræðslu um þau málefni, ekki mun af veita. Staðreynd að kennarar eyða miklum tíma með börnum og geta hugsanlega greint vanda ef þeir vita eftir hverju á að leita. Eftir hádegi er svo námskeið vegna þróunarverkefnis í skólanum. Dagurinn sem sagt spennandi að öllu leyti.

Stefnir í gott veður hér norðan heiða næstu daga, sunnanátt og þokkalegt hitastig, Grenvíkingar fá sem sagt gott veður á Grenivíkurgleðinni. Þangað stefnum við annað kvöldSmile. Farið vel með ykkur í dag elskurnar mínar og munið að fara varlega í umferðinni. Yfir og út í bili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi já mér þætti fróðlegt að sjá hversu lengi maður kæmist upp með að láta svona í vinnunni... kannski einhverjar vikur ? Varla og örugglega ekki 2 árEigðu góðan og árangursríkan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 15.8.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

 Sem betur fer kæmumst við ekki upp með svona vitleysu í vinnunni! Hafðu það sömuleiðis gott ljúfan!

Sigríður Jóhannsdóttir, 15.8.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband