Um daginn og veginn!

Jæja, þá er kominn miðvikudagur sem þýðir bara það að vikan er hálfnuð, nú þegar þetta er skrifað er vinnuvikan meira að segja meir en hálfnuð, eru ekki búin heil 60% af henni? Svei mér ef ekkiSmile. Obboðslega notalegt að hugsa til helgarinnar.

Annars er allt gott að frétta af okkur hér.  Bara gaman að vera farin að vinna aftur, hitta hluta af ljómandi yndislegu samstarfsfólki og koma lífinu aftur á réttan kjöl. Á föstudag held ég að allir kennarar komi til starfa og annað starfsfólk á mánudag. Þá fer nú líka að styttast í að húsnæðið fyllist af unga fólkinu sem allt okkar starf snýst um og þá fyrst fer að verða gaman. Eins og ég hef oft áður sagt þá þykir mér kennslan og samskiptin við börnin það allra skemmtilegasta við kennarastarfið. Undirbúningur og önnur þannig fagstörf mættu alveg vera í höndum annarra mín vegna, en það er auðvitað ekki hægt, gefur auga leið, verð nú líklega að vita hvað ég er að kenna í það og það skiptið og reyna að fylgjast með nýjungum varðandi kennslu og uppeldi. Alla vega þá er ég orðin vel spennt að hitta krakkana mína, alla með töluWink.

Rúna móðursystir mín og nafna mín Indriðadóttir eru hér á Akureyri þessa vikuna, þær litu á okkur í gær, stoppuðu bara góða stund við spjall og kaffiþamb. Frábært að fá þær í heimsókn og vonandi á ég eftir að hitta þær aftur áður en þær skella sér suður í Hafnarfjörðinn sinn.

Grenivíkurgleðin er á laugardaginn, máske maður skelli sér! Alltaf gaman að fagna með GrenvíkingumKissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ.. Ég ætlaði að koma með pabba á Grenivíkur gleði og var farin að hlakka svo til en svo kemst pabbi ekki þannig að ég kemst heldur ekki:( ég verð bara að biðja að heilsa öllum..:);*

--Sólveig Kristín

Sólveig Kristín (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hæ, hæ dúllan mín! Æi, leiðinlegt að þið komist ekki, en þið komið bara næst, þetta er ógeðslega skemmtilegt. Skilaðu kveðju til allra

Sigríður Jóhannsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband