Sældarlíf!

Svei mér þá ef ég er ekki við það að slá heimsmet í letiW00t. Ég og minn maður sitjum bara að rassg... annað hvort fyrir framan sjónvarp sem ekkert er í eða fyrir framan tölvur, milli þess sem við auðvitað borðum góðan mat (sem við megum ekki við að borða), förum í pottinn eða sitjum bara í notalegheitum úti á palli og spjöllum. Við nennum ekki einu sinni í golf, nenntum ekki út á Dalvík í gær og það flæðir út úr þvottakörfunni þar sem ungur maður ákvað að laga til í svítunni sinni og koma með að minnsta kosti vikuskammt af fötum fram í körfu. Ofan á allt er hann svo „vel“ uppalinn, af kennaranum, að hann heldur að fötin gangi inn í vél og svo sjái hún um að setja sig af stað og hengja uppAngry. Er að hugsa um að vera bara löt áfram og sjá hvort hann áttar sig á málunum og setur í vélinaWhistling. Reyndar eru meiri líkur á því að hann sigri að lokum svo ég ætti bara að hunskast til að setja í vélina strax og halda áfram að bíða eftir því að yngri kona taki að sér uppeldið á þeim þáttum sem mistókust hjá mérTounge .

Nú er helginni að ljúka og heil vinnuvika framundan, sú fyrsta í langan tíma. Kemur í ljós hvort letihaugarnir lifa hana afWoundering. Farið vel með ykkur í dag sem aðra daga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín, ef við erum aldrei löt, þá erum við aldrei stolt af dugnaði okkar heldur, þegar letin er yfirstaðinÉg held því fram að letilíf sé mannéttindiLjúfa leti mín kæra, þú kemst ekkert upp með það mikið lengur sýnist mér

Jónína Dúadóttir, 10.8.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk fyrir kæra vinkona, letin var ljúf, en eins og þú segir þá kemst ég ekki upp með hana næstu fimm daga og veistu ég er ekkert löt núna

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.8.2008 kl. 07:18

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag mín kæra og góða skemmtun í vinnunni

Jónína Dúadóttir, 11.8.2008 kl. 07:32

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk fyrir það, mjög gaman hér í vinnunni

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.8.2008 kl. 12:37

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svoleiðis á það að vera

Jónína Dúadóttir, 11.8.2008 kl. 13:31

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.8.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband