Lífið er ljúft!

Nú er lífið farið að ganga sinn vanagang hér á þessu heimili. Allir farnir að vinna aftur, nema náttlega kettirnir, þeir fá bara að éta jafnoft og þá langar og þurfa ekkert að hafa fyrir lífinuWink, stundum öfunda ég þá, en bara þegar ég er voðalega syfjuð og þarf að vera einhvers staðar annars staðar en í rúminuTounge. Vinnan var flott í gær, allt í rólegheitum, fáir mættir til starfa. Við Valur slökuðum svo bara á í gærkveldi, fórum í pottinn og löptum úr einum bauk, rómó og notalegt að liggja í heitum potti í húminu, kveikja á kertum og spjalla í rólegheitum um daginn og veginn. Dagurinn var tekinn snemma, farið í Bónus þar sem fleiri en kettirnir þurfa að fá að borða og svo Húsasmiðjuna þar sem fest voru kaup á eins og einu útiljósi. Valur hefur verið að bora og brasa við að koma því upp við bílskúrinn. Ég þvoði bíl og tvo mótorhjól auk þess sem ég bónaði aðeins yfir þau síðarnefndu. Hjól verða alltaf að glansa, annars er ekkert varið í þetta. Búin að gera pottinn hreinan og fínan og tilbúinn notkunar þar sem annað slökunarkvöld er framundan.Joyful

Verið góð hvert við annað og farið varlega í umferðinni, hún er þung sér í lagi út með firðinum vestan meginWoundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið líst mér vel á þessa pottaslökun hjá ykkur hjónunum, fæ mér líklega einn að ári

Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ég get sko mælt með því Ninna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.8.2008 kl. 16:30

3 identicon

Æðislega rómó að liggja í heitum potti á ágústkvöldi með þeim sem maður elskar
-Ég fæ mér örugglega einn þegar ég dett um einhvern sem vill borga hann með mér

Hóffa (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Finnst þér æði, gæði. Þú ættir ekki að vera í vandræðum með að detta um einn sem getur borgað, bara spurning um stund og stað

Sigríður Jóhannsdóttir, 9.8.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband