Sumt skilur maður ekki!

Einkennilegt margt í kýrhausnum. Hvað veldur því að stjórnvöld senda flóttamann úr landi á vit örlaganna, til Ítalíu bara vegna þess að þar millilenti vélin sem hann var í? Hvers konar skriffinnskukerfi er þetta eiginlega? Ætli þeir sem starfa hjá Útlendingastofnun (eða Dómsmálaráðuneytinu) og taka svona ákvarðanir vildu að svona yrði farið með þá eða þeirra? Ég er nú bara á þeirri skoðun að kristilega siðgæðið sem skólar hafa starfað eftir hér á landi og öllum finnst svo mikilvægt að halda inni í lögunum hafi ekki skilað sér til þeirra. „Konungurinn sagði: Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.“ Og hann sagði einnig þetta: “Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ (Úr Matteusarguðspjalli) Ég er nú farin að hljóma eins og trúboði, en mér finnst framkoma stjórnvalda í þessu máli ekki bera vott um manngæsku og góðvild og hana nú! Ekki það að ég sé einhver engill sem aldrei gerir neinum neitt, en svona lagað gæti ég ekki gert. Frekar yrði ég atvinnulaus!

Annars allt meinhægt hér hjá okkur þremenningunum eða ætti ég að telja kettina með? Þá erum við Fimm á Hulinsheiði, eða eitthvað í þeim dúrW00t. Ég vaknaði með vinnumönnunum mínum í morgun, ætlaði að vera svo dugleg en minna hefur farið fyrir því. Er nú samt búin að fara með dagblöð og fernur í gámana, ætlaði að henda bylgjupappa einnig, en fann engan svoleiðis gám. Gámasvæðið lokað til eitt svo ég rúnta bara með svaka pappa í aftursætinu. Þetta var svo fyrirferðarmikið að ég þurfti að hafa afturgluggann opinn svo það kæmist fyrir þannig að ég ligg frekar dauð en rífa þetta úr bílnum aftur bara til að troða því aftur inn og rífa aftur út klukkan eitt. Þess vegna vakti ég athygli mikla þegar ég fór að versla í Bónus áðan. Baðaði mig í þessari athygli enda athyglissjúk kona.Wink Nú þarf ég að fara að taka úr rúmum og setja í þvottavél, slá lóðina, klippa og reyta arfa og annað óæskilegt úr beðum, henga út, setja í aðra þvottavél, þrífa hér inni (helst)......................, segið svo að húsmæður geri ekki neittDevil

Hafið það gott í sólinni, á upptalningunni hér að ofan mætti halda að ég ætlaði ekki að gera það en það er hinn argasti misskilningur.Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Með eindæmum furðuleg afgreiðsla á máli þessa fólks

Slakaðu á stelpa, ert´ekki í sumarfríi ?

Jónína Dúadóttir, 4.7.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Jú, Ninna mín, ég er í sumarfríi, en þetta með húsmóðurtilfæringarnar er bara til að sýnast, ég gerði minnst af þessu. Hins vegar gerðist ég rafvirki og dró í rör í staðinn, það er líka miklu skemmtilegra

Sigríður Jóhannsdóttir, 4.7.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband