Og það stytti upp!

...eða ég held það. Allavega blæs ekki úr norðri þessa stundina. Það er samt engin sól, er hún kannske dottin af himninum?Frown Æ, best að láta þetta veður ekki pirra sig, hefst lítið með því, enda get ég ekki breytt þvíTounge.

Gærdagurinn endaði betur en rigningarbloggið mitt benti til. Ég tók mér bók í hönd og hóf lestur. Réðst ég að Heimsljósi Laxness, aðeins að snobbast og lesa „fínan“ rithöfund. Hef reyndar lesið þá bók áður, en það er orðið langt síðan og gaman að rifja upp, verð vonandi búin með bókina fyrir sumarlok. Sumum finnst Laxness leiðinlegur, það þótti mér líka einu sinni, en skipti um skoðun fyrir margt löngu. Það var minnir mig í menntaskóla, sem ég neyddist til að lesa Sjálfstætt fólk og lærði að meta. Á núna stóran hluta af safninu karlsins og hef lesið margar, en ekki allar. Sumar eru reyndar bara leiðinlegar, en margar eru góðar. Oft snúast þær um neyð, fátækt og skelfingu en samt er húmorinn flottur. Ég fæ samviskubit yfir því að geta hlegið þegar verið er að lýsa neyð, en ég skelli samt uppúr við lesturinnBlush, kannske er ég bara svona mikið kvikindi í mér.

Það rættist sem sagt heldur betur úr gærdeginum. Ekki skemmdi það að húsið fylltist af yndislegu fólki þegar leið á daginn. Maður er manns gaman, þegar upp er staðið og þótti mér miklu skemmtilegra að fá Grenvíkingana mína litlu ásamt Oddu og mömmu í heimsókn heldur en að sitja yfir einhverri skræðuTounge. Þau sem sagt komu í gær. Auður Sif var að spila fótbolta, Magnastelpur gegn Þórsstelpum (ég held sko með Magna) en mínar töpuðu, illa. Ætla ekkert að nefna tölurAngry. Ég sauð hangikjöt með soðna brauðinu og snæddu Grenvíkingarnir með okkur. Ægir Adolf og Inga Steinlaug litu með Ágúst Má. Litli maðurinn varð nú að fá að hitta Pétur Þór vin sinn. Það var svo ekki fyrr en klukkan að verða níu í gærkveldi sem fólkið renndi heim á leið. Gott að fá góða gesti.

Nú sé ég að sú gula er fundin, hún er eitthvað að reyna að glenna sig gegnum skýþykknið.W00t Hafið það nú gott í dag, hvort sem sólin skín eður ei! Nú er ég farin að lesa, held að ekki sé nógu hlýtt fyrir sólbað á pallinum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hljóp út þegar ég las að þú hefðir séð sólina, ætlaði að sjá líka.....Sá bara ský svo ég hunskaðist inn aftur... og er ekki að fara að lesa Laxnes

Jónína Dúadóttir, 3.7.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Æi, misstirðu af henni, hún datt aftur. Ég er enn við tölvuna, fer samt alveg að byrja

Sigríður Jóhannsdóttir, 3.7.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband