1.7.2008 | 15:12
Hvað, er komið sumar?
Að minnst kosti segir almanakið það. Kominn júlí og ég held að hægt sé að fullyrða að það sé kaldara en var hér í desember í fyrra. Hvað er bara í gangi, ég hef nú áður minnst á þessa bévítans norðanátt sem er hér öll sumur, sunnanáttin smellir sér að landi í lok ágúst og blæs fram í janúar, febrúar og þá snýst þetta við. Einhvern tímann man ég eftir að pabbi segði að þessar tvær áttir vörðu í álíka langan tíma, veit ekkert hvort það er rétt, hann var nú bara sjóari og hvað vita þeir um veður frekar en fiskerí? Hins vegar var ég að skoða spána (spánna eins og sagt er á Stöð 2) og það er bara útlit fyrir sól og aðeins hlýindi seinnipart vikunnar, vonandi að það gangi eftir.
Hins vegar notaði ég þennan rigningarmorgun ágætlega. Skellti mér í bakarí og með það sem þar var keypt út á Grenivík. Rændi mömmu gömlu af Grenilundi og fór með hana í Hafblik. Þar heimtuðum við að húsmóðirin hellti upp á, sem var auðsótt. Við sátum svo að kræsingum fram að hádegi og spjölluðum auðvitað um alla heima og geima. Litlu ljósin mín voru heldur betur upptekin, það yngsta var á leikskóla, miðgæinn á fótboltaæfingu og þar á eftir að taka þátt í móti, hún Auður Sif var reyndar heima, en ákaflega upptekin í tölvunni með vinkonu sinni. Ég skilaði svo mömmu um hádegi, mátti nú ekki hafa af henni hádegismatinn og renndi þá heim á leið. Þegar þangað kom skellti mér í að hnoða í soðið brauð. Búin að steikja svo karlarnir mínir verða kátir þegar þeir koma þreyttir heim í kvöld. Ég alveg dáist að því hvað ég er myndarleg húsmóðir, veit ekki hvar þetta endar. Nei, þarf ekki að hafa áhyggjur, svona dugnaður grípur ekki um sig í mínum kroppi nema mesta lagi einu sinni á ári, ekki reikna með að fá heimabakað með kaffinu ef þið einhvern tímann lítið!
Gangið hægt um gleðinnar dyr elskurnar mínar, mín reynsla segir að það sé farsælast!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Athugasemdir
Æi nei, hvað ætli sjómenn viti svo sem um veður eða fiskeríÉg dáist agalega að þessum húsmóðurtilfæringum þínum, ætla að vera svona þegar ég verð stór
Jónína Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 18:41
Æ, blessuð slepptu því Ninna mín, þetta fer allt saman ofaní maga og þaðan utan á mann.
Sigríður Jóhannsdóttir, 1.7.2008 kl. 19:04
Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.