Í dagsins önn!

Eftir að hafa dundað við gardínuþvott, straujárn og upphengingu, ákvað ég að bregða mér af bæ. Hilda mín hafði beðið mig að líta og fannst mér það frábær hugmynd að hitta einhvern að spjalla við í þessu leiðindaveðri. Ég stoppaði góða klukkustund hjá henni þar sem við ræddum skólamál auk þess sem hún sýndi mér hluta af myndunum sem hún tók á siglingunni sem þau hjónin fóru í vor með skemmtiferðaskipi. Þau eru sko ekkert smá flott, bæði sest í helgan stein en eru samt svo sannarlega ekki sest í neinn helgan steinLoL. Þau ferðast og njóta lífsins í botn, svona á fólk að hafa það þegar starfsævinni lýkur, ég segi nú ekkert annaðSmile.

Eftir heimsókn lá leiðin í Hrísalund til að versla sér fisk í soðið. Ég endaði heima með bæði glænýja ýsu og ýsuhakk, sem ég ætla að gera fiskibollur úr. Helv.... dugnaður er þetta? Nú styttist í að karlarnir mínir komi heim og þá þarf ég fljótlega að fara að huga að soðningunni handa þeim elskulegum, enda svangir eftir kaldan vinnudag.

Ákveðin í því að skella mér til Grenivíkur á morgun, hitta elskurnar mínar litlu og auðvitað hana múttuKissing!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða ferð á GrenivíkEr mamma þín hress ?

Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk! Mamma er ótrúlega hress, þakka þér fyrir, gamlan orðin 84 og fer um allt eins og hún sé ekki eldri en 70, flott kerlan

Sigríður Jóhannsdóttir, 30.6.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hún hefur alltaf verið flott

Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband