25.6.2008 | 16:06
Skipaskurður?
Fyrir okkur lá að grafa skurð út í bílastæði því eitthvað verður víst að gera við vatnið sem í pottinn fína fer, það er að segja þegar búið er að nota það. Ég vildi frá græju í þetta en minn maður sagði að lóðin yrði ónýt við slík svo ekki fékk ég nokkru ráðið þar. Við Valur skelltum okkur í þetta um tíuleytið í morgun, einkasonurinn svaf. Illa gekk meðfram stéttinni aðallega fyrir rótarkerfi aspanna. Um hádegisbil vaknaði sonurinn, fékk sér að borða og skellti sér út að moka. Þá fyrst fór að ganga, hvort sem það var því að þakka að minna af rótum var við húsvegginn eða að ungi maðurinn vinni hraðar en gamla settið skal ósagt látið. Alla vega er klukkan ekki nema 16 og skurðurinn að mestu kominn alla leið. Frábært dagsverk. Við Bubbi sitjum núna hér hvort við sína tölvuna en Valur er enn að grafa. Sagði okkur ekki til meira gagns, sem ég reyndar skil ekki. En hann um það.
Á eftir er svo leikur, Þýskaland-Tyrkland. Allir reikna með að þýska stálið hafi þetta, en enginn ætti að vanmeta Tyrki, þeir hafa eiginlega sýnt og sannað á þessu Evrópumóti að þeir hætt aldrei, gefast aldrei upp. Hef velt því fyrir mér að halda bara með þeim þar sem Hollendingar duttu út um daginn og það með stæl.
Best að athuga hvort ekki er hægt að aðstoða manninn hér úti.
Hafið það gott í kvöld elskurnar mínar! Yfir og út!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 26.6.2008 kl. 12:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.