Enn af smíðum!

Ferlíkið ógurlega!Ég tók mig til í gær og gerðist smiður. Það var kominn tími á að leggja dekkið kringum ferlíkið svo ég skellti mér í það með einkasyninum. Hann vinnur við smíðar og er að fara að læra í haust og ég er bara að hugsa um að skella mér í skóla með honumWink. Myndin hér til hliðar er af verkinu okkar, er þetta ekki fínt hjá okkur? Við vorum sko ekki lengi að þessu skal ég segja ykkur, helst að rafhlöðurnar í borvélunum tefðu verkið. Nú fáum við pásu, allavega ég, þar sem maðurinn þarf að grafa holur og steypa niður staura svo hægt sé að smíða vegg og loka á þegar fjölskyldan fer að nota ferlíkið. Ekki leggjandi á vegfarendur að sjá hana fáklæddaLoL.

Annars er allt gott að frétta, veðrið er indælt, í morgun glaðasólskin en sólarlaust eins og er. Þó er hitinn svona þokkalegur, hann er það á meðan ekki er þetta eilífa norðanbál sem hrjáð hefur okkur síðustu vikurW00t.

Var að henda inn nokkrum afmælismyndum, þær eru hér!

Vonandi hafið þið það gott í dag, það ætla ég að gera!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lítur bara vel út hjá ykkur og ekki spurning að þið eigið eftir að eiga notalegast stundir í pottinum á komandi tímum.
Þú getur nú allt sem þú ætlar þér, hvort sem er að smíða smá pall eða syngja Pálma :)
Skoðaði myndirnar og þar sem þú ert að syngja um sinueldinn rifjuðust upp fyrir mér gamlir góðir tímar þegar ungar skvísur voru að skemmta sér :)
Hafðu það gott í fríinu og vonandi eiga eftir að koma fleiri sólskinsdagar áður en haustar!
Kveðja, HH

Hóffa (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Já, Hóffa mín, ég uppskar nú engan smá hlátur þegar kom að hvíta galdrinum í viðlaginu, engin af konunum í kringum mig höfðu heyrt að þetta. Þá var auðvitað hlustað vel og hver vissi best, sú sem hlegið var að, enda við tvær búnar að stúdera Pálma og co, kunnum alla texta og öll lög, ekki satt? Við kunnum sko að skemmta okkur, ekkert vesen, bara djammað og sungið. Gaman væri að fá þig einhvern tímann í pottinn og syngja Pálma. Hafðu það sömuleiðis gott kæra vinkona, sjáumst hressar!

Sigríður Jóhannsdóttir, 24.6.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Átti að vera, engin af konunum í kringum mig höfðu heyrt þennan hluta textans, það er að segja „Ástin er eins og hvíti galdur...“, alls staðar og alltaf sinueldur í þeirra minni og huga

Sigríður Jóhannsdóttir, 24.6.2008 kl. 21:28

4 identicon

jájá flott. en ætlið þið að kikja á bryggju hátíðina á stokkseyri? sem verður 11-13 júlí?

ingaa.. (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:53

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Nei, ég reikna ekki með því að við komum á bryggjuhátíð.

Sigríður Jóhannsdóttir, 25.6.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband