Réttlæti?

Hef verið algjörlega á kafi auk þess sem facebook síðurnar halda mér fanginni því hefur minna verið skrifað hér síðustu vikur eiginlega, en vonandi fer að draga úr vinnuálaginu. Svona mikið vinnuálag er bundið við annaskil, upphaf og svo lok skólaárs, þannig er það bara og allt gott um það að segja. Allir hafa gott af því að vinna nokkra klukkutíma umfram þessa 8-10 venjulegu, af og tilWink. Ég fékk gott jólafrí á mótiLoL, svo ég er ekki að kvarta heldur bara að skýra fjarveru mína á þessu bloggi.

Annars hef ég bara haft það gott milli þess sem ég fer yfir próf og verkefni, reikna út einkunnir og færi. Ekki er kreppan neitt farin að hafa gríðarleg áhrif hér enda vorum við ekki að taka lán umfram nauðsyn, en ég held að það sé að koma í bakið á mörgum. Við keyrum ekki á nýjum bílum heldur eru þeir venjulega komnir til ára sinna þegar þeir eru keyptir og oftast klárum við allt úr þeim áður en sá næsti er keyptur. Þetta verður til þess að lánin á bílunum eru eiginlega engin. Skelfileg vandamál sem fólk stendur frammi fyrir einmitt þegar kemur að þessu bílum. Lán langtum hærri en andvirði bílanna, ekki verið að ræða um einhverja nokkra hundrað þúsund kalla heldur milljónir. Hræðilegt að hafa komið sér í slíkt, reyndar með dyggri aðstoð bankanna sem lánuðu og lánuðu og spurðu held ég einskis, hugsuðu aðeins um að græðaAngry.

Auðvitað verðum við vör við verðhækkanirnar, maður þarf nú bara að vera bæði blindur og heyrnarlaus til að verða ekki vör við þær. Ríkið er líka að teygja sig eins langt og það getur til að blóðmjólka heimilin, ekkert nýtt þar á bæ, en einhvern veginn þarf líklega að greiða skuldirnar, við  þurfum að greiða að fullu og vel það, en þeir sem í raun ýttu okkur ofan í pyttinn, þeir eru áfram ríkir, missa ekki húsin sín eða bílana og lifa eins og kóngar. Svona er réttlætið á Íslandi í dag og hefur reyndar verið í fjöldamörg ár.

Ég ætlaði alls ekki að detta í pólitík en ég bara finn svo til með fólki sem hefur misst vinnu sína og sér enga leið út úr vandanum. Situr fast og á enga von til að bjarga sér. Fullfrískt fólk sem getur og vill vinna en fær ekkert að gera. Þetta er ekki réttlátt, þetta er ranglátt eiginlega hrikalegt! Hvernig er þá hægt annað en vera pólitískur?

 Hafið það gott í dag elskurnar mínar, það ætla ég að gera. Bestu kveðjur úr hríðinni á AkureyriLoL-- vildi ég ætti og kynni á skíði!Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Birna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.1.2009 kl. 15:02

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sko þess vegna er ég ekki á Facebook, hef einfaldlega ekki tíma til þess... eða tími ekki tímanum í það, öllu heldurGott að hafa nóg að gera, en það eru nú líka takmörk

Hafðu það sem best í hríðinni mín kæra

Jónína Dúadóttir, 18.1.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Algjörlega sammála með facebook Ninna mín, er reyndar hangandi í einhverjum leikjum þar ef ég hef tíma frá vinnunni, það er ágætis kúluleiki að finna þar

Sigríður Jóhannsdóttir, 18.1.2009 kl. 18:57

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Líka gaman að skrafla á snjáldurskinnu.  Og þetta með skíðin góða mín....bara fara og fjárfesta í notuðum út í skíðaþjónustu og skella sér í fjallið.  Það er aldrei of seint að byrja.  Þekki tvö á sextugsaldri sem eru að læra á bretti núna ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband